Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 15:00 Mosfellingar fagna hér sætinu í Bestu deildinni eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Vísir/Anton Besta deild karla í fótbolta fer af stað í kvöld með sögulegum leik þegar eitt félag og eitt bæjarfélag bætist í hóp þeirra sem hafa átt lið í deild þeirra bestu hér á landi. 5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira