Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 09:36 Susan Crawford tryggði dómurum sem studdir voru af Demókrataflokknum meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. AP/Kayla Wolf Dómari sem studdur var af Demókrataflokknum bar sigur úr býtum í kosningu um sæti í hæstarétti Wisconsin í gær. Þar sigraði Susan Crawford annan dómara sem studdur var af Donald Trump, forseta, og Elon Musk, auðugasta manni heims sem varði milljónum dala í kosningarnar. Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira