Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 09:36 Susan Crawford tryggði dómurum sem studdir voru af Demókrataflokknum meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. AP/Kayla Wolf Dómari sem studdur var af Demókrataflokknum bar sigur úr býtum í kosningu um sæti í hæstarétti Wisconsin í gær. Þar sigraði Susan Crawford annan dómara sem studdur var af Donald Trump, forseta, og Elon Musk, auðugasta manni heims sem varði milljónum dala í kosningarnar. Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent