Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 08:31 Abdukodir Khusanov brosti þegar hann fékk lyklana að jeppanum. Skjáskot/Twitter Abdukodir Khusanov er hetja í heimalandi sínu Úsbekistan eftir að hafa orðið fyrstur sinnar þjóðar til að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Úsbekistan í vikunni. Khusanov sneri heim til Úsbekistan vegna komandi leikja í undankeppni HM. Þessi 21 árs gamli miðvörður var varla stiginn út úr flugvélinni þegar hann fékk rándýran Mercedes Benz jeppa að gjöf sem Daily Mail segir að kosti á þriðja tug milljóna króna. Khusanov fékk bíllyklana afhenta frá fyrsta þjálfara sínum, Ulugbek Asonboev, og virtist hrærður yfir móttökunum áður en hann settist upp í bílinn og ók af stað. 🇰🇿Kazakh football official Ulugbek Asonboev gifted Mercedes-Benz G-class to Manchester City defender Abdukodir Khusanov 🇺🇿 pic.twitter.com/2SxWgm91iZ— Jalol Akhmedov🇺🇿 (@JalolAkhmedov) March 17, 2025 Manchester City keypti Khusanov frá Lens í Frakklandi fyrir 34 milljónir punda í janúar. Pep Guardiola henti honum strax út í djúpu laugina og hefur Khusanov þegar spilað átta leiki fyrir Englandsmeistarana. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigrinum gegn Leyton Orient í enska bikarnum. Ljóst er að Khusanov er algjör lykilmaður í landsliði Úsbekistan sem berst um að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Liðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir sex umferðir af tíu, með 13 stig, en tvö efstu liðin komast beint á HM. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í 3. sæti með 10 stig og Katar í 4. sæti með sjö stig en Íran er efst með 16 stig. Úsbekistan tekur á móti Kirgistan á morgun og á svo útileik við Íran fimm dögum síðar. Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Khusanov sneri heim til Úsbekistan vegna komandi leikja í undankeppni HM. Þessi 21 árs gamli miðvörður var varla stiginn út úr flugvélinni þegar hann fékk rándýran Mercedes Benz jeppa að gjöf sem Daily Mail segir að kosti á þriðja tug milljóna króna. Khusanov fékk bíllyklana afhenta frá fyrsta þjálfara sínum, Ulugbek Asonboev, og virtist hrærður yfir móttökunum áður en hann settist upp í bílinn og ók af stað. 🇰🇿Kazakh football official Ulugbek Asonboev gifted Mercedes-Benz G-class to Manchester City defender Abdukodir Khusanov 🇺🇿 pic.twitter.com/2SxWgm91iZ— Jalol Akhmedov🇺🇿 (@JalolAkhmedov) March 17, 2025 Manchester City keypti Khusanov frá Lens í Frakklandi fyrir 34 milljónir punda í janúar. Pep Guardiola henti honum strax út í djúpu laugina og hefur Khusanov þegar spilað átta leiki fyrir Englandsmeistarana. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigrinum gegn Leyton Orient í enska bikarnum. Ljóst er að Khusanov er algjör lykilmaður í landsliði Úsbekistan sem berst um að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Liðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir sex umferðir af tíu, með 13 stig, en tvö efstu liðin komast beint á HM. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í 3. sæti með 10 stig og Katar í 4. sæti með sjö stig en Íran er efst með 16 stig. Úsbekistan tekur á móti Kirgistan á morgun og á svo útileik við Íran fimm dögum síðar.
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira