Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 16:12 Frá atkvæðagreiðslunni í þýska þinginu. Sjá má Friedrich Merz, verðandi kanslara, neðst fyrir miðju. AP/Ebrahim Noroozi Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu.
Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08