Fullorðnir menn grétu á Ölveri Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 08:00 Stuðningsmenn Newcastle gátu fagnað vel á Ölveri á sunnudaginn var. Mynd/Newcastle klúbburinn á Íslandi Stuðningsmenn Newcastle United eru margir hverjir enn að ná sér niður eftir sigur liðsins á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn var. Íslenskir stuðningsmenn liðsins nutu sín vel á Ölveri í Reykjavík. Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira