Sér ekkert vopnahlé í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 12:46 Óskar Hallgrímsson ræddi við fréttastofu í Úkraínu í morgun. Vísir/Elín Margrét Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira