Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 11:30 Dan Burn setti mikinn kraft í skallann og fagnaðarlætin í kjölfarið. AFP/Henry Nicholls Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum. Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira