Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 10:26 Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum kínverska fyrirtækisins Huawei í Brussel. Fyrirtækið er sakað um að múta Evrópuþingmönnum til þess að ganga erinda þess. AP/Sylvain Plazy Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár. Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár.
Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37