Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 10:26 Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum kínverska fyrirtækisins Huawei í Brussel. Fyrirtækið er sakað um að múta Evrópuþingmönnum til þess að ganga erinda þess. AP/Sylvain Plazy Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár. Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár.
Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37