Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:06 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Maxim Shemetov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent