Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 10:35 Repúblikanar voru ánægðir með sinn mann í nótt. AP/Mandel Ngan Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. „Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“. Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“.
Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira