Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 08:37 Fjölskylda í Jabaliya á Gasa brýtur föstu á fyrsta degi Ramadan. AP/Jehad Alshrafi Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira