Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 18:55 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti. AP/Mystyslav Chernov Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira