„Eigum skilið að finna til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 20:16 Arteta og aðstoðarmaður hans Albert Stuivenberg ræða málin í leiknum í dag. Vísir/Getty Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar. Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“ Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira