Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 15:31 Rúben Amorim er að reyna að fóta sig í pressunni sem fylgir því að stýra félagi sem upplifði mikið góðæri um langa hríð undir stjórn Sir Alex Ferguson. Getty/Nick Potts Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þó að þeir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, glími við svipuð vandamál þá sé pressan umtalsvert meiri hjá United. United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira