Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 15:31 Rúben Amorim er að reyna að fóta sig í pressunni sem fylgir því að stýra félagi sem upplifði mikið góðæri um langa hríð undir stjórn Sir Alex Ferguson. Getty/Nick Potts Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þó að þeir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, glími við svipuð vandamál þá sé pressan umtalsvert meiri hjá United. United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki. Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki.
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira