Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 09:30 John Eustace er hættur hjá Blackburn til að taka við Derby. Getty/Rob Newell Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Blackburn lýsa yfir vonbrigðum með þá ákvörðun knattspyrnustjórans John Eustace að yfirgefa félagið. Hann tók tilboði Derby sem er sextán sætum neðar en Blackburn í ensku B-deildinni. Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32