Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 13:30 Frá minningarathöfn í Örebro í gær. EPA/JESSICA GOW Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“ Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“
Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira