Myrti sjö konur og þrjá karla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 16:39 Þrjár byssur fundust hjá líki árásarmannsins í Örebro. EPA/CHRISTINE OLSSON Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53