Myrti sjö konur og þrjá karla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 16:39 Þrjár byssur fundust hjá líki árásarmannsins í Örebro. EPA/CHRISTINE OLSSON Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53