Skotflaugar féllu á Kænugarð Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 12:01 Einn maður lét lífið í árás Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55
Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15
Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51