Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 09:55 Kanslaraefnin tvö frá vinstri: Olaf Scholz og Friedrich Merz. Flokkur Merz mælist með afgerandi forskot á sósíaldemókrata Scholz í könnunum. AP/Michael Kappeler/DPA Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira