Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 09:55 Kanslaraefnin tvö frá vinstri: Olaf Scholz og Friedrich Merz. Flokkur Merz mælist með afgerandi forskot á sósíaldemókrata Scholz í könnunum. AP/Michael Kappeler/DPA Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira