Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 11:18 Hverfið sem hýsir heimili fræga fólksins í Beverly Hills myndi ekki fara varhluta af áformunum ef af yrði. Hugmyndirnar eru þó settar fram í gamni og ólíklegt að þær verði að veruleika. Getty Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira