Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 06:30 Liverpool er að reyna að semja við Trent Alexander-Arnold og tvo aðra lykilmenn þessa dagana en forráðamenn félagsins hafa greinilega lítið verið að pæla í því að kaupa leikmenn í síðustu tveimur gluggum. Getty/Simon Stacpoole Janúarglugginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lokaðist í byrjun vikunnar og eitt af þeim liðum sem eyddu engu í honum var Liverpool. Þegar tveir síðustu gluggar eru teknir saman þá kemur athyglisverð staðreynd í ljós. Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football) Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football)
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira