Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 06:30 Liverpool er að reyna að semja við Trent Alexander-Arnold og tvo aðra lykilmenn þessa dagana en forráðamenn félagsins hafa greinilega lítið verið að pæla í því að kaupa leikmenn í síðustu tveimur gluggum. Getty/Simon Stacpoole Janúarglugginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lokaðist í byrjun vikunnar og eitt af þeim liðum sem eyddu engu í honum var Liverpool. Þegar tveir síðustu gluggar eru teknir saman þá kemur athyglisverð staðreynd í ljós. Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football) Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football)
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira