Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 15:37 Brot úr Norður-kóreskri stýriflaug sem féll á Karkív-borg í Úkraínu. Getty/Denys Glushko Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45
Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31