Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. janúar 2025 07:31 Trump segist ætla að þvinga Pútín til þess að "semja" um stríðið í Úkraínu. (AP Photo/Ben Curtis Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira