Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 14:29 Chris Wood fagnar einu marka sinna með þeim Anthony Elanga, Morgan Gibbs-White og Elliot Anderson. Nottingham Forest fór á kostum í dag. Getty/Dan Istitene Nottingham Forest steinlá óvænt í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en hrista það af sér strax og komst upp að hlið Arsenal með 7-0 stórsigri á Brighton & Hove Albion. Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira