Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 14:29 Chris Wood fagnar einu marka sinna með þeim Anthony Elanga, Morgan Gibbs-White og Elliot Anderson. Nottingham Forest fór á kostum í dag. Getty/Dan Istitene Nottingham Forest steinlá óvænt í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en hrista það af sér strax og komst upp að hlið Arsenal með 7-0 stórsigri á Brighton & Hove Albion. Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira