Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Aron Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2025 09:33 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík Vísir/EINAR Með því að spila ólöglegum leikmanni, Stíg Diljan Þórðarsyni, í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu hefur lið Víkings Reykjavíkur sankað að sér sektum. Félagið vissi að með því að spila honum myndu þeir fá sekt en þeim finnst tvöföld sekt eftir síðasta leik frá KSÍ aðeins of vel í lagt. Stígur Diljan kom heim til Víkings Reykjavíkur frá Triestina á Ítalíu en þar sem að henn kemur frá félagi erlendis frá fær hann ekki félagsskipti fyrr en þann 5.febrúar næstkomandi þegar að félagsskiptaglugginn opnar og var hann því ekki löglegur á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti. Þrír leikir, þrjár sektir sem áttu að hljóða upp á 60 þúsund krónur fyrir hvern leik en Víkingar ráku upp stór augu þegar að 60 þúsund krónurnar voru orðnar að 120 þúsund krónum eftir þriðja og síðasta leik liðsins á mótinu. Samtals hljóða því sektirnar þrjár, fyrir leikina þrjá, upp á 240 þúsund krónur. En hver er ástæða þess að Stígur Diljan, ólöglegur í mótinu, er látinn spila þessa leiki? „Hún er mjög einföld,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í samtali við Vísi. „Við erum bara með nýja leikmenn í hópnum og þeir þurfa að spila. Við þurfum að spila saman lið fyrir mikilvægasta leik Víkings Reykjavíkur frá upphafi. Við erum að fara inn í alvöru verkefni á móti Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Ég þakka bara fyrir að það séu ekki fleiri leikmenn að koma til okkar erlendis frá. Í fyrra voru þeir þrír: Jón Guðni, Pálmi og Valdimar. Sektin hefði líklega verið þrefölduð til þess að gera liðið tilbúið. Nú er það bara Stígur Diljan og við mátum það bara sem svo að það væri mikilvægara að Stígur spili þessa leiki, sé partur af liðinu, farandi inn í þetta erfiða verkefni.“ „Svo ákveður KSÍ að tvöfalda sektina allt í einu. Við erum nú aðeins að skoða það. En það endurspeglar svolítið hvernig við erum að berjast í þessu. Þetta mót skiptir í raun ekki máli, þetta er æfingamót og við erum að horfa á það þannig. Við vitum alveg af sektinni en svo kemur allt í einu tvöföld sekt, sem við höfum jú alveg efni á í dag en er bara svolítið skrýtið og kannski endurspeglar svolítið afstöðu KSÍ til okkar í þessari keppni.“ Það hefur komið ykkur spánskt fyrir sjónir að fá allt í einu tvöfalda sekt í andlitið? „Já. Í raun er þetta eitthvað sem skiptir engu máli, sektin. En pælingin að tvöfalda hann allt í einu í lokin finnst okkur svolítið skrýtin. Af hverju að gera það? Leyfið okkur bara að halda áfram með þetta, reyna spila strákinn í stand. Ef þetta hefðu verið fleiri leikmenn þá hefði þetta verið aðeins dýrara.“ „Hvað græðum við á því að vinna þetta?“ Mót með langa sögu og því hefur verið fleygt fram í umræðunni að þið séuð að sýna því vanvirðingu. Hvernig svararðu því? „Þetta er bara það sem að það er. Þetta er bara æfingamót. Hvað græðum við á því að vinna þetta? Akkúrat ekki neitt. Það horfa allir á þetta sem æfingamót, sem er þetta er. Þetta er haldið um miðjan vetur og liðin ekki komin í sitt besta form. Við erum að reyna okkar allra besta til að gera liðið tilbúið í eitthvað verkefni sem hefur aldrei verið tekist á við áður, sem er að spila í febrúar heimaleik okkar í Sambandsdeildinni erlendis sem og útileikinn. Við verðum bara að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera liðið tilbúið. Að fá Stíg Diljan tilbúinn því hann mun spila stóran þátt í okkar tímabili og í þessum komandi leikjum. Þá verðum við að fá hann með í þetta. Við þurftum bara að nota þessa leiki í það.“ En geta liðin sem skrá sig til leiks á mótið ekki látið breyta reglunum varðandi lögmæti leikmanna? „Mótið er á vegum KRR en KSÍ tekur síðan sektarsjóðinn til sín. Ég veit það ekki alveg en jú auðvitað er það á liðunum í landinu að breyta þessu. Við reynum kannski að ýta því í geng. Ég held það sé í allra hag að leikmenn sem eru að koma erlendis frá geti spilað. Við lentum í þessu líka í fyrra þegar að KR-ingarnir spiluðu ólöglegum leikmanni í úrslitaleiknum. Það er öllum sama, við hefðum aldrei kært eitt eða neitt. Þetta gerist bara ósjálfrátt, að leikirnir tapast og sektin kemur. En það er bara á liðunum að breyta því.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KSÍ Fótbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Stígur Diljan kom heim til Víkings Reykjavíkur frá Triestina á Ítalíu en þar sem að henn kemur frá félagi erlendis frá fær hann ekki félagsskipti fyrr en þann 5.febrúar næstkomandi þegar að félagsskiptaglugginn opnar og var hann því ekki löglegur á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti. Þrír leikir, þrjár sektir sem áttu að hljóða upp á 60 þúsund krónur fyrir hvern leik en Víkingar ráku upp stór augu þegar að 60 þúsund krónurnar voru orðnar að 120 þúsund krónum eftir þriðja og síðasta leik liðsins á mótinu. Samtals hljóða því sektirnar þrjár, fyrir leikina þrjá, upp á 240 þúsund krónur. En hver er ástæða þess að Stígur Diljan, ólöglegur í mótinu, er látinn spila þessa leiki? „Hún er mjög einföld,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í samtali við Vísi. „Við erum bara með nýja leikmenn í hópnum og þeir þurfa að spila. Við þurfum að spila saman lið fyrir mikilvægasta leik Víkings Reykjavíkur frá upphafi. Við erum að fara inn í alvöru verkefni á móti Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Ég þakka bara fyrir að það séu ekki fleiri leikmenn að koma til okkar erlendis frá. Í fyrra voru þeir þrír: Jón Guðni, Pálmi og Valdimar. Sektin hefði líklega verið þrefölduð til þess að gera liðið tilbúið. Nú er það bara Stígur Diljan og við mátum það bara sem svo að það væri mikilvægara að Stígur spili þessa leiki, sé partur af liðinu, farandi inn í þetta erfiða verkefni.“ „Svo ákveður KSÍ að tvöfalda sektina allt í einu. Við erum nú aðeins að skoða það. En það endurspeglar svolítið hvernig við erum að berjast í þessu. Þetta mót skiptir í raun ekki máli, þetta er æfingamót og við erum að horfa á það þannig. Við vitum alveg af sektinni en svo kemur allt í einu tvöföld sekt, sem við höfum jú alveg efni á í dag en er bara svolítið skrýtið og kannski endurspeglar svolítið afstöðu KSÍ til okkar í þessari keppni.“ Það hefur komið ykkur spánskt fyrir sjónir að fá allt í einu tvöfalda sekt í andlitið? „Já. Í raun er þetta eitthvað sem skiptir engu máli, sektin. En pælingin að tvöfalda hann allt í einu í lokin finnst okkur svolítið skrýtin. Af hverju að gera það? Leyfið okkur bara að halda áfram með þetta, reyna spila strákinn í stand. Ef þetta hefðu verið fleiri leikmenn þá hefði þetta verið aðeins dýrara.“ „Hvað græðum við á því að vinna þetta?“ Mót með langa sögu og því hefur verið fleygt fram í umræðunni að þið séuð að sýna því vanvirðingu. Hvernig svararðu því? „Þetta er bara það sem að það er. Þetta er bara æfingamót. Hvað græðum við á því að vinna þetta? Akkúrat ekki neitt. Það horfa allir á þetta sem æfingamót, sem er þetta er. Þetta er haldið um miðjan vetur og liðin ekki komin í sitt besta form. Við erum að reyna okkar allra besta til að gera liðið tilbúið í eitthvað verkefni sem hefur aldrei verið tekist á við áður, sem er að spila í febrúar heimaleik okkar í Sambandsdeildinni erlendis sem og útileikinn. Við verðum bara að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera liðið tilbúið. Að fá Stíg Diljan tilbúinn því hann mun spila stóran þátt í okkar tímabili og í þessum komandi leikjum. Þá verðum við að fá hann með í þetta. Við þurftum bara að nota þessa leiki í það.“ En geta liðin sem skrá sig til leiks á mótið ekki látið breyta reglunum varðandi lögmæti leikmanna? „Mótið er á vegum KRR en KSÍ tekur síðan sektarsjóðinn til sín. Ég veit það ekki alveg en jú auðvitað er það á liðunum í landinu að breyta þessu. Við reynum kannski að ýta því í geng. Ég held það sé í allra hag að leikmenn sem eru að koma erlendis frá geti spilað. Við lentum í þessu líka í fyrra þegar að KR-ingarnir spiluðu ólöglegum leikmanni í úrslitaleiknum. Það er öllum sama, við hefðum aldrei kært eitt eða neitt. Þetta gerist bara ósjálfrátt, að leikirnir tapast og sektin kemur. En það er bara á liðunum að breyta því.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KSÍ Fótbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann