Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Aron Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2025 09:33 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík Vísir/EINAR Með því að spila ólöglegum leikmanni, Stíg Diljan Þórðarsyni, í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu hefur lið Víkings Reykjavíkur sankað að sér sektum. Félagið vissi að með því að spila honum myndu þeir fá sekt en þeim finnst tvöföld sekt eftir síðasta leik frá KSÍ aðeins of vel í lagt. Stígur Diljan kom heim til Víkings Reykjavíkur frá Triestina á Ítalíu en þar sem að henn kemur frá félagi erlendis frá fær hann ekki félagsskipti fyrr en þann 5.febrúar næstkomandi þegar að félagsskiptaglugginn opnar og var hann því ekki löglegur á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti. Þrír leikir, þrjár sektir sem áttu að hljóða upp á 60 þúsund krónur fyrir hvern leik en Víkingar ráku upp stór augu þegar að 60 þúsund krónurnar voru orðnar að 120 þúsund krónum eftir þriðja og síðasta leik liðsins á mótinu. Samtals hljóða því sektirnar þrjár, fyrir leikina þrjá, upp á 240 þúsund krónur. En hver er ástæða þess að Stígur Diljan, ólöglegur í mótinu, er látinn spila þessa leiki? „Hún er mjög einföld,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í samtali við Vísi. „Við erum bara með nýja leikmenn í hópnum og þeir þurfa að spila. Við þurfum að spila saman lið fyrir mikilvægasta leik Víkings Reykjavíkur frá upphafi. Við erum að fara inn í alvöru verkefni á móti Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Ég þakka bara fyrir að það séu ekki fleiri leikmenn að koma til okkar erlendis frá. Í fyrra voru þeir þrír: Jón Guðni, Pálmi og Valdimar. Sektin hefði líklega verið þrefölduð til þess að gera liðið tilbúið. Nú er það bara Stígur Diljan og við mátum það bara sem svo að það væri mikilvægara að Stígur spili þessa leiki, sé partur af liðinu, farandi inn í þetta erfiða verkefni.“ „Svo ákveður KSÍ að tvöfalda sektina allt í einu. Við erum nú aðeins að skoða það. En það endurspeglar svolítið hvernig við erum að berjast í þessu. Þetta mót skiptir í raun ekki máli, þetta er æfingamót og við erum að horfa á það þannig. Við vitum alveg af sektinni en svo kemur allt í einu tvöföld sekt, sem við höfum jú alveg efni á í dag en er bara svolítið skrýtið og kannski endurspeglar svolítið afstöðu KSÍ til okkar í þessari keppni.“ Það hefur komið ykkur spánskt fyrir sjónir að fá allt í einu tvöfalda sekt í andlitið? „Já. Í raun er þetta eitthvað sem skiptir engu máli, sektin. En pælingin að tvöfalda hann allt í einu í lokin finnst okkur svolítið skrýtin. Af hverju að gera það? Leyfið okkur bara að halda áfram með þetta, reyna spila strákinn í stand. Ef þetta hefðu verið fleiri leikmenn þá hefði þetta verið aðeins dýrara.“ „Hvað græðum við á því að vinna þetta?“ Mót með langa sögu og því hefur verið fleygt fram í umræðunni að þið séuð að sýna því vanvirðingu. Hvernig svararðu því? „Þetta er bara það sem að það er. Þetta er bara æfingamót. Hvað græðum við á því að vinna þetta? Akkúrat ekki neitt. Það horfa allir á þetta sem æfingamót, sem er þetta er. Þetta er haldið um miðjan vetur og liðin ekki komin í sitt besta form. Við erum að reyna okkar allra besta til að gera liðið tilbúið í eitthvað verkefni sem hefur aldrei verið tekist á við áður, sem er að spila í febrúar heimaleik okkar í Sambandsdeildinni erlendis sem og útileikinn. Við verðum bara að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera liðið tilbúið. Að fá Stíg Diljan tilbúinn því hann mun spila stóran þátt í okkar tímabili og í þessum komandi leikjum. Þá verðum við að fá hann með í þetta. Við þurftum bara að nota þessa leiki í það.“ En geta liðin sem skrá sig til leiks á mótið ekki látið breyta reglunum varðandi lögmæti leikmanna? „Mótið er á vegum KRR en KSÍ tekur síðan sektarsjóðinn til sín. Ég veit það ekki alveg en jú auðvitað er það á liðunum í landinu að breyta þessu. Við reynum kannski að ýta því í geng. Ég held það sé í allra hag að leikmenn sem eru að koma erlendis frá geti spilað. Við lentum í þessu líka í fyrra þegar að KR-ingarnir spiluðu ólöglegum leikmanni í úrslitaleiknum. Það er öllum sama, við hefðum aldrei kært eitt eða neitt. Þetta gerist bara ósjálfrátt, að leikirnir tapast og sektin kemur. En það er bara á liðunum að breyta því.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KSÍ Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Stígur Diljan kom heim til Víkings Reykjavíkur frá Triestina á Ítalíu en þar sem að henn kemur frá félagi erlendis frá fær hann ekki félagsskipti fyrr en þann 5.febrúar næstkomandi þegar að félagsskiptaglugginn opnar og var hann því ekki löglegur á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti. Þrír leikir, þrjár sektir sem áttu að hljóða upp á 60 þúsund krónur fyrir hvern leik en Víkingar ráku upp stór augu þegar að 60 þúsund krónurnar voru orðnar að 120 þúsund krónum eftir þriðja og síðasta leik liðsins á mótinu. Samtals hljóða því sektirnar þrjár, fyrir leikina þrjá, upp á 240 þúsund krónur. En hver er ástæða þess að Stígur Diljan, ólöglegur í mótinu, er látinn spila þessa leiki? „Hún er mjög einföld,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í samtali við Vísi. „Við erum bara með nýja leikmenn í hópnum og þeir þurfa að spila. Við þurfum að spila saman lið fyrir mikilvægasta leik Víkings Reykjavíkur frá upphafi. Við erum að fara inn í alvöru verkefni á móti Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Ég þakka bara fyrir að það séu ekki fleiri leikmenn að koma til okkar erlendis frá. Í fyrra voru þeir þrír: Jón Guðni, Pálmi og Valdimar. Sektin hefði líklega verið þrefölduð til þess að gera liðið tilbúið. Nú er það bara Stígur Diljan og við mátum það bara sem svo að það væri mikilvægara að Stígur spili þessa leiki, sé partur af liðinu, farandi inn í þetta erfiða verkefni.“ „Svo ákveður KSÍ að tvöfalda sektina allt í einu. Við erum nú aðeins að skoða það. En það endurspeglar svolítið hvernig við erum að berjast í þessu. Þetta mót skiptir í raun ekki máli, þetta er æfingamót og við erum að horfa á það þannig. Við vitum alveg af sektinni en svo kemur allt í einu tvöföld sekt, sem við höfum jú alveg efni á í dag en er bara svolítið skrýtið og kannski endurspeglar svolítið afstöðu KSÍ til okkar í þessari keppni.“ Það hefur komið ykkur spánskt fyrir sjónir að fá allt í einu tvöfalda sekt í andlitið? „Já. Í raun er þetta eitthvað sem skiptir engu máli, sektin. En pælingin að tvöfalda hann allt í einu í lokin finnst okkur svolítið skrýtin. Af hverju að gera það? Leyfið okkur bara að halda áfram með þetta, reyna spila strákinn í stand. Ef þetta hefðu verið fleiri leikmenn þá hefði þetta verið aðeins dýrara.“ „Hvað græðum við á því að vinna þetta?“ Mót með langa sögu og því hefur verið fleygt fram í umræðunni að þið séuð að sýna því vanvirðingu. Hvernig svararðu því? „Þetta er bara það sem að það er. Þetta er bara æfingamót. Hvað græðum við á því að vinna þetta? Akkúrat ekki neitt. Það horfa allir á þetta sem æfingamót, sem er þetta er. Þetta er haldið um miðjan vetur og liðin ekki komin í sitt besta form. Við erum að reyna okkar allra besta til að gera liðið tilbúið í eitthvað verkefni sem hefur aldrei verið tekist á við áður, sem er að spila í febrúar heimaleik okkar í Sambandsdeildinni erlendis sem og útileikinn. Við verðum bara að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera liðið tilbúið. Að fá Stíg Diljan tilbúinn því hann mun spila stóran þátt í okkar tímabili og í þessum komandi leikjum. Þá verðum við að fá hann með í þetta. Við þurftum bara að nota þessa leiki í það.“ En geta liðin sem skrá sig til leiks á mótið ekki látið breyta reglunum varðandi lögmæti leikmanna? „Mótið er á vegum KRR en KSÍ tekur síðan sektarsjóðinn til sín. Ég veit það ekki alveg en jú auðvitað er það á liðunum í landinu að breyta þessu. Við reynum kannski að ýta því í geng. Ég held það sé í allra hag að leikmenn sem eru að koma erlendis frá geti spilað. Við lentum í þessu líka í fyrra þegar að KR-ingarnir spiluðu ólöglegum leikmanni í úrslitaleiknum. Það er öllum sama, við hefðum aldrei kært eitt eða neitt. Þetta gerist bara ósjálfrátt, að leikirnir tapast og sektin kemur. En það er bara á liðunum að breyta því.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KSÍ Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira