Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 22:35 Grænlendingar með Trump-húfur þegar Donald Trump yngri heimsótti eyjuna fyrr í mánuðinum. EPA/EMIL STACH Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. Hinn helmingurinn lítur á áhuga Trumps sem ógn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir grænlenska miðilinn Sermitsiaq og danska miðilinn Berlingske. Rætt var við 497 íbúa Grænlands sem valdir voru af handahófi, með áðurnefndum niðurstöðum. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað haldið því fram að Bandaríkin þurfi að eignast Grænlands vegna þjóðaröryggis og hefur hann meðal annars talað um að kaupa Grænland af Danmörku. þá hefur hann ekki viljað útiloka að beita hervaldi til að eignast Grænland. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, ítrekaði á dögunum að Grænlendingar vilji sjálfstæði og vilji ráða sér sjálfir. „Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn,“ sagði hann. Sjá tækifæri í námuvinnslu Þegar kemur að tækifærum sem Grænlendingar sjá í áhuga Trumps sagði Naaja Nathanielsen, sem er meðal annars námumálaráðherra Grænlands, fyrr í mánuðinum að hún væri sammála Trump um að nýta þyrfti auðlindir Grænlands betur en óttaðist hún að orðræða hans gæti fælt fjárfesta. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hinn helmingurinn lítur á áhuga Trumps sem ógn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir grænlenska miðilinn Sermitsiaq og danska miðilinn Berlingske. Rætt var við 497 íbúa Grænlands sem valdir voru af handahófi, með áðurnefndum niðurstöðum. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað haldið því fram að Bandaríkin þurfi að eignast Grænlands vegna þjóðaröryggis og hefur hann meðal annars talað um að kaupa Grænland af Danmörku. þá hefur hann ekki viljað útiloka að beita hervaldi til að eignast Grænland. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, ítrekaði á dögunum að Grænlendingar vilji sjálfstæði og vilji ráða sér sjálfir. „Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn,“ sagði hann. Sjá tækifæri í námuvinnslu Þegar kemur að tækifærum sem Grænlendingar sjá í áhuga Trumps sagði Naaja Nathanielsen, sem er meðal annars námumálaráðherra Grænlands, fyrr í mánuðinum að hún væri sammála Trump um að nýta þyrfti auðlindir Grænlands betur en óttaðist hún að orðræða hans gæti fælt fjárfesta. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45
Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44