Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 18:31 Leikmenn Arsenal mótmæltu rauða spjaldinu harðlega en Michael Oliver lét sér fátt um finnast. Vísir/Getty Ákvörðun dómara í leik Arsenal og Wolves að reka Myles Lewis-Skelly af velli hefur fengið mikla gagnrýni. Sérfræðingur Sky Sports segir VAR-dómara ekki hafa þorað að snúa ákvörðun Michael Oliver við. Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“ Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira