Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 16:54 Hermenn á lofti yfir Tibu í Catatumbo-héraði í Kólumbíu. EPA/MARIO CAICEDO Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela. Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni. Kólumbía Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni.
Kólumbía Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira