Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 16:54 Hermenn á lofti yfir Tibu í Catatumbo-héraði í Kólumbíu. EPA/MARIO CAICEDO Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela. Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni. Kólumbía Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni.
Kólumbía Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira