Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 14:57 Vladimír Pútín, forseti Rússland, er sagður hafa skammað embættismenn sem halda utan um hagstjórn í síðasta mánuði. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi. Þá er Pútín sagður kominn á þá skoðun að markmiðum innrásarinnar í Úkraínu hafi verið náð. Landbrú til Krímskaga hafi verið tryggð og úkraínski herinn veiktur. Þetta segja heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem sagðir eru þekkja til stöðunnar í Rússlandi. Fyrrverandi aðstoðarformaður stjórnar Seðlabanka Rússlands sagði í samtali við blaðamann Reuters að Rússar hefðu áhuga á viðræðum um að binda enda á stríðið í Úkraínu, af efnahagslegum ástæðum. Því lengur sem stríðið héldi áfram, því meiri áhætta væri á mjög slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Pútín er sagður hafa hellt sér yfir embættismenn sem halda utan um hagstjórn á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Rússlandi í desember. Var það eftir að honum var sagt að dregið hefði verulega úr fjárfestingu vegna hárra vaxta. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Í samræðum við ráðherra sína, sem sýndar voru í sjónvarpi, sagðist Pútín nýlega hafa rætt við viðskiptaleiðtoga um áhrif skorts á fjárfestingu á hagvöxt til langs tíma. Nokkrir af auðugustu mönnum Rússlands hafa að undanförnu gagnrýnt háa stýrivexti opinberlega. Fréttir Reuters stemma við fréttaflutning rússneska miðilsins Meduza frá því fyrr í mánuðinum þar sem rætt var við ýmsa aðila tengda Kreml og þeir sögðu þreytu vegna stríðsins hafa aukist töluvert. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki. Sagði hagkerfið stöðugt Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um fréttir Reuters í morgun. Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, viðurkenndi hann vandræði í hagkerfi Rússlands en sagði stöðuna stöðuga. Hann sagði sambærileg vandræði eiga sér stað í fjölda landa heimsins en hagvöxtur væri góður í Rússlandi. Þá hefur RIA fréttaveitan, sem er einnig í eigu ríkisins, eftir Peskóv að ríkissjóður gæti vel staðið straum af fjárútlátum vegna hernaðar og samfélagsmála. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort Pútín teldi markmiðum innrásarinnar hafa verið náð. Hótaði frekari aðgerðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði í gærkvöldi frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi, semji Pútín ekki um endalok á innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á Truth social, samfélagsmiðli sínum, sagði Trump að hagkerfi Rússlands væri í bullandi vandræðum. Trump sagðist ætla að gera Pútín og Rússum greiða með því að binda enda á stríðið. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Þá er Pútín sagður kominn á þá skoðun að markmiðum innrásarinnar í Úkraínu hafi verið náð. Landbrú til Krímskaga hafi verið tryggð og úkraínski herinn veiktur. Þetta segja heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem sagðir eru þekkja til stöðunnar í Rússlandi. Fyrrverandi aðstoðarformaður stjórnar Seðlabanka Rússlands sagði í samtali við blaðamann Reuters að Rússar hefðu áhuga á viðræðum um að binda enda á stríðið í Úkraínu, af efnahagslegum ástæðum. Því lengur sem stríðið héldi áfram, því meiri áhætta væri á mjög slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Pútín er sagður hafa hellt sér yfir embættismenn sem halda utan um hagstjórn á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Rússlandi í desember. Var það eftir að honum var sagt að dregið hefði verulega úr fjárfestingu vegna hárra vaxta. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Í samræðum við ráðherra sína, sem sýndar voru í sjónvarpi, sagðist Pútín nýlega hafa rætt við viðskiptaleiðtoga um áhrif skorts á fjárfestingu á hagvöxt til langs tíma. Nokkrir af auðugustu mönnum Rússlands hafa að undanförnu gagnrýnt háa stýrivexti opinberlega. Fréttir Reuters stemma við fréttaflutning rússneska miðilsins Meduza frá því fyrr í mánuðinum þar sem rætt var við ýmsa aðila tengda Kreml og þeir sögðu þreytu vegna stríðsins hafa aukist töluvert. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki. Sagði hagkerfið stöðugt Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um fréttir Reuters í morgun. Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, viðurkenndi hann vandræði í hagkerfi Rússlands en sagði stöðuna stöðuga. Hann sagði sambærileg vandræði eiga sér stað í fjölda landa heimsins en hagvöxtur væri góður í Rússlandi. Þá hefur RIA fréttaveitan, sem er einnig í eigu ríkisins, eftir Peskóv að ríkissjóður gæti vel staðið straum af fjárútlátum vegna hernaðar og samfélagsmála. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort Pútín teldi markmiðum innrásarinnar hafa verið náð. Hótaði frekari aðgerðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði í gærkvöldi frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi, semji Pútín ekki um endalok á innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á Truth social, samfélagsmiðli sínum, sagði Trump að hagkerfi Rússlands væri í bullandi vandræðum. Trump sagðist ætla að gera Pútín og Rússum greiða með því að binda enda á stríðið.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02
Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44