Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 07:08 Menn hafa töluverðar áhyggjur af því að Trump sé full alvara í því að „eignast“ Grænland. Getty Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira