Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2025 21:02 Kyle Walker vill burt frá Manchester. Vísir/Getty Kyle Walker var ekki í leikmannahópi Manchester City í dag þegar City valtaði yfir lið Salford í bikarnum. Eftir leik staðfesti knattspyrnustjórinn Pep Guardiola að Walker hefði óskað eftir að yfirgefa félagið. Kyle Walker er fyrirliði Manchester City en hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2017 og verið hluti af sigurliði Pep Guardiola síðustu árin. Walker var ekki í leikmannahópi City þegar liðið vann 8-0 sigur á Salford í enska bikarnum í dag og eftir leik var knattspyrnustjórinn Pep Guardiola spurður út í fjarveru Walker og staðfesti þá að Walker hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa félagið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig en Kyle er ekki hérna því fyrir tveimur dögum óskaði hann eftir því að fá að yfirgefa City og spila erlendis. Hann spurði um það sama eftir þrennuna, þegar Bayern vildi fá hann, en tilboðið þá var ekki nógu gott.“ „Af þeirri ástæðu vill ég frekar spila leikmönnum sem eru með hugann hérna. Kyle fór til Txiki Begiristain [Yfirmaður knattspyrnumála Manchester City]. Kannski hef ég rangt fyrir mér en ég er nokkuð viss um að þú ættir ekki að halda neinum sem vill ekki vera hérna,“ sagði Guardiola í viðtali eftir leikinn. „Han vill skoða það að spila í öðru landi á síðustu árum ferilsins, af ýmsum ástæðum.“ Unnið sautján stóra titla Mikið hefur gengið á í einkalífinu hjá Walker að undanförnu en á síðasta ári skildi hann við eiginkonu sína eftir að upp komst að önnur kona hefði eignast tvö börn með Walker á meðan hjónabandi hans stóð. Félagaskiptaglugginn í Englandi er opinn og líklegt að ósk Walker sé sett fram til að auka líkurnar á að félagaskiptin gangi í gegn sem fyrst. Guardiola segir ekki hægt að tala um velgengni City síðustu árin án þess að nefna Kyle Walker sem unnið hefur sautján stóra titla á ferli sínum með félaginu. „Að vera með hægri bakvörðin eins og hann gaf okkur eitthvað sem við vorum ekki með og hann hefur verið ótrúlegur. En hann sagði, að af fullum huga og hjarta langaði hann að skoða aðra möguleika.“ Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Kyle Walker er fyrirliði Manchester City en hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2017 og verið hluti af sigurliði Pep Guardiola síðustu árin. Walker var ekki í leikmannahópi City þegar liðið vann 8-0 sigur á Salford í enska bikarnum í dag og eftir leik var knattspyrnustjórinn Pep Guardiola spurður út í fjarveru Walker og staðfesti þá að Walker hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa félagið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig en Kyle er ekki hérna því fyrir tveimur dögum óskaði hann eftir því að fá að yfirgefa City og spila erlendis. Hann spurði um það sama eftir þrennuna, þegar Bayern vildi fá hann, en tilboðið þá var ekki nógu gott.“ „Af þeirri ástæðu vill ég frekar spila leikmönnum sem eru með hugann hérna. Kyle fór til Txiki Begiristain [Yfirmaður knattspyrnumála Manchester City]. Kannski hef ég rangt fyrir mér en ég er nokkuð viss um að þú ættir ekki að halda neinum sem vill ekki vera hérna,“ sagði Guardiola í viðtali eftir leikinn. „Han vill skoða það að spila í öðru landi á síðustu árum ferilsins, af ýmsum ástæðum.“ Unnið sautján stóra titla Mikið hefur gengið á í einkalífinu hjá Walker að undanförnu en á síðasta ári skildi hann við eiginkonu sína eftir að upp komst að önnur kona hefði eignast tvö börn með Walker á meðan hjónabandi hans stóð. Félagaskiptaglugginn í Englandi er opinn og líklegt að ósk Walker sé sett fram til að auka líkurnar á að félagaskiptin gangi í gegn sem fyrst. Guardiola segir ekki hægt að tala um velgengni City síðustu árin án þess að nefna Kyle Walker sem unnið hefur sautján stóra titla á ferli sínum með félaginu. „Að vera með hægri bakvörðin eins og hann gaf okkur eitthvað sem við vorum ekki með og hann hefur verið ótrúlegur. En hann sagði, að af fullum huga og hjarta langaði hann að skoða aðra möguleika.“
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira