Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 10:35 Drengur kælir sig í úðavél við hafnaboltavöll í Kansas-borg í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira