Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 10:35 Drengur kælir sig í úðavél við hafnaboltavöll í Kansas-borg í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira