Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 10:00 Cody Gakpo fagnar marki í gær með þeim Mohamed Salah og Luis Diaz. Getty/Marc Atkins Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og forskotið er átta stig eftir 5-0 stórsigur á West Ham í gær. Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn