Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 13:39 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20