„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 10:52 Þessi mynd er meðal þess myndefnis frá Kúrsk sem hefur verið í drefiingu undanfarna daga og er hún sögð sýna hermann frá Norður-Kóreu. Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024 Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024
Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18