Sakfelling Trumps stendur Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 09:53 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann tekur aftur embætti þann 20. janúar. AP/Evan Vucci Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10
Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23
Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07