Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 21:09 Trump yfirgaf dómshúsið í New York þungur á brún sem fyrsti fyrrverandi forsetinn í sögu Bandaríkjanna til þess að hljóta sakadóm. AP/Justin Lane Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. Niðurstaða kviðdómsins var lesin upp nú fyrir stundu. Trump er fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem er sakfelldur í sakamáli og fyrsti sakamaðurinn sem er forsetaframbjóðandi annars stóru flokkanna tveggja. Lögmaður Trump krafðist þess að dómarinn hafnaði niðurstöðu kviðdómsins en þeirri kröfu var snarlega vísað frá. Dómari ákveður refsingu Trump síðar. Trump gengur laus án tryggingar í millitíðinni. Hann gæti átt yfir höfði sér sekt, skilorð eða jafnvel fangelsisdóm. Að niðurstöðunni fenginni hélt Trump því enn og aftur fram að hann hefði verið misrétti beittur og að málið væri runnið undan rifjum ríkisstjórnar Joes Biden þrátt fyrir að það væri ríkis- en ekki alríkismál. Raunveruleg dómsuppkvaðning yrði í forsetakosningunum 5. nóvember. „Þetta var skammarlegt, þessum réttarhöldum var hagrætt hjá dómara með hagsmunaárekstra sem er spilltur,“ fullyrti hann. „Ég er mjög saklaus maður,“ sagði Trump enn fremur. Sakfelldur fyrir að fela ólögleg kosningaútgjöld Trump var ákærður fyrir að falsa fjármálaskjöl fyrirtækis síns til þess að fela raunverulegt eðli greiðslna til Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump árið 2006. Saksóknari í New York-ríki hélt því fram að greiðslurnar til þess að kaupa þögn Daniels hefðu með réttu átt að vera skráðar sem kostnaður við forsetaframboð Trump. Hann hefði þannig framið glæp með því að falsa gögn til þess að hylma yfir ólögleg kosningaútgjöld. Washington Post segir að Trump hafi setið með krosslagðar hendur og fylgst með kviðdómendunum þegar hver og einn þeirra gerði grein fyrir afstöðu sinni. Hann hafi svo staðið og hagrætt bindi sínu þegar kviðdómendurnir gengu út úr salnum. Þegar fyrrverandi forsetinn gekk út úr salnum segir blaðið að hann hafi verið með geiflusvip og rjóður í kinnum. Verjendur Trump hafa mánuð til þess að tilkynna hvort þeir ætli að áfrýja dómnum og hálft ár til þess að leggja áfrýjunina fram. Aðeins ein leið fær til að halda Trump frá Hvíta húsinu Framboð Trump sendi stuðningsmönnum hans tölvupóst til þess að óska eftir fjárframlögum um leið og sakfelling hans lá fyrir. Þar er Trump lýst sem pólitískum fanga þrátt fyrir að refsing hans liggi ekki fyrir og ekki sé ljóst að hann hljóti fangelsisdóm fyrir. Trump fundraising email:“Is this the end of America?”“My end-of-month fundraising deadline is just DAYS AWAY!” pic.twitter.com/1bmEKhJRjl— Kenneth P. Vogel (@kenvogel) May 30, 2024 Talsmaður Biden sagði að aðeins ein leið væri fær til þess að halda Trump fjarri Hvíta húsinu og að það væri í kjörklefanum „Hvort sem hann er dæmdur sakamaður eða ekki þá verður Trump frambjóðandi repúblikana til forseta.“ Sakfellingin í New York hefur ekki áhrif á kjörgengi Trump, jafnvel þótt hann væri síðar dæmdur til fangelsisvistar. Þrjú önnur mál vofa yfir Trump Þagnargreiðslumálið í New York er aðeins eitt fjögurra sakamála sem Trump var ákærður í. Tvö þeirra eru alríkismál sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, höfðaði. Annað þeirra snýst um leynileg skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti en hitt um tilraunir hans til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna árið 2020 við. Þá er Trump á meðal fjölda sakborninga í máli sem umdæmissaksóknari í Georgíu höfðaði vegna tilrauna til þess að hnekkja úrslitum forsetakosninganna þar, meðal annars með því að þrýsta á embættismenn í ríkinu. Bandarískir forseta hafa náðunarvald í alríkismálum en það nær ekki til dóma sem ríkisdómstólar einstakra ríkja fella. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og bíður refsingar. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. 29. maí 2024 11:26 De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29 Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Niðurstaða kviðdómsins var lesin upp nú fyrir stundu. Trump er fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem er sakfelldur í sakamáli og fyrsti sakamaðurinn sem er forsetaframbjóðandi annars stóru flokkanna tveggja. Lögmaður Trump krafðist þess að dómarinn hafnaði niðurstöðu kviðdómsins en þeirri kröfu var snarlega vísað frá. Dómari ákveður refsingu Trump síðar. Trump gengur laus án tryggingar í millitíðinni. Hann gæti átt yfir höfði sér sekt, skilorð eða jafnvel fangelsisdóm. Að niðurstöðunni fenginni hélt Trump því enn og aftur fram að hann hefði verið misrétti beittur og að málið væri runnið undan rifjum ríkisstjórnar Joes Biden þrátt fyrir að það væri ríkis- en ekki alríkismál. Raunveruleg dómsuppkvaðning yrði í forsetakosningunum 5. nóvember. „Þetta var skammarlegt, þessum réttarhöldum var hagrætt hjá dómara með hagsmunaárekstra sem er spilltur,“ fullyrti hann. „Ég er mjög saklaus maður,“ sagði Trump enn fremur. Sakfelldur fyrir að fela ólögleg kosningaútgjöld Trump var ákærður fyrir að falsa fjármálaskjöl fyrirtækis síns til þess að fela raunverulegt eðli greiðslna til Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump árið 2006. Saksóknari í New York-ríki hélt því fram að greiðslurnar til þess að kaupa þögn Daniels hefðu með réttu átt að vera skráðar sem kostnaður við forsetaframboð Trump. Hann hefði þannig framið glæp með því að falsa gögn til þess að hylma yfir ólögleg kosningaútgjöld. Washington Post segir að Trump hafi setið með krosslagðar hendur og fylgst með kviðdómendunum þegar hver og einn þeirra gerði grein fyrir afstöðu sinni. Hann hafi svo staðið og hagrætt bindi sínu þegar kviðdómendurnir gengu út úr salnum. Þegar fyrrverandi forsetinn gekk út úr salnum segir blaðið að hann hafi verið með geiflusvip og rjóður í kinnum. Verjendur Trump hafa mánuð til þess að tilkynna hvort þeir ætli að áfrýja dómnum og hálft ár til þess að leggja áfrýjunina fram. Aðeins ein leið fær til að halda Trump frá Hvíta húsinu Framboð Trump sendi stuðningsmönnum hans tölvupóst til þess að óska eftir fjárframlögum um leið og sakfelling hans lá fyrir. Þar er Trump lýst sem pólitískum fanga þrátt fyrir að refsing hans liggi ekki fyrir og ekki sé ljóst að hann hljóti fangelsisdóm fyrir. Trump fundraising email:“Is this the end of America?”“My end-of-month fundraising deadline is just DAYS AWAY!” pic.twitter.com/1bmEKhJRjl— Kenneth P. Vogel (@kenvogel) May 30, 2024 Talsmaður Biden sagði að aðeins ein leið væri fær til þess að halda Trump fjarri Hvíta húsinu og að það væri í kjörklefanum „Hvort sem hann er dæmdur sakamaður eða ekki þá verður Trump frambjóðandi repúblikana til forseta.“ Sakfellingin í New York hefur ekki áhrif á kjörgengi Trump, jafnvel þótt hann væri síðar dæmdur til fangelsisvistar. Þrjú önnur mál vofa yfir Trump Þagnargreiðslumálið í New York er aðeins eitt fjögurra sakamála sem Trump var ákærður í. Tvö þeirra eru alríkismál sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, höfðaði. Annað þeirra snýst um leynileg skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti en hitt um tilraunir hans til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna árið 2020 við. Þá er Trump á meðal fjölda sakborninga í máli sem umdæmissaksóknari í Georgíu höfðaði vegna tilrauna til þess að hnekkja úrslitum forsetakosninganna þar, meðal annars með því að þrýsta á embættismenn í ríkinu. Bandarískir forseta hafa náðunarvald í alríkismálum en það nær ekki til dóma sem ríkisdómstólar einstakra ríkja fella. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og bíður refsingar. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og bíður refsingar. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. 29. maí 2024 11:26 De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29 Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. 29. maí 2024 11:26
De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29
Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04