Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. desember 2024 19:51 Nemendur hlusta á kennara sinn í Muhammad bin al-Qasim Al-Thaqafi-skólanum í Damaskus. Getty Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við. Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við.
Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12