Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 07:12 Móðir grætur eftir að hafa fundið einn sona sinna í líkhúsi í Damaskus. AP/Hussein Malla Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad. Sýrland Hernaður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad.
Sýrland Hernaður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira