Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2024 13:30 Pep Guardiola er undir mikilli pressu. getty/Marco Canoniero Vandræði Manchester City hafa haft mikil áhrif á daglegt líf knattspyrnustjórans Peps Guardiola. Hann nærist ekki eins og venjulega og á erfitt með svefn. City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48
„Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30
Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51
Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48