Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2024 16:09 Úkraínskur hermaður gengur hjá líki rússnesks hermanns í austurhluta Úkraínu. Herforingi sem rússneskir herbloggarar hafa sakað um að bera ábyrgð á miklu mannfalli hefur verið rekinn úr starfi. AP/Alex Babenko Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. Anashkin tók við stjórn svo kallaðs „suður hernaðarhéraðs Rússlands“ fyrr á þessu ári. Það er eitt fimm hernaðarhéraða Rússlands og spannar þrettán sambandsríki milli Svartahafs og Kaspíahafs. Nánar tiltekið er Anashkin sagður hafa verið rekinn vegna slæms gengis rússneskra hermanna nærri bænum Siversk, þar sem Rússum hefur orðið lítið ágengt á undanförnum mánuðum. Í frétt Reuters er haft eftir rússneskum herbloggurum að þeir hafi lengi kvartað yfir því að hermenn hafi verið sendir gegn vörnum Úkraínumanna við Siversk án stuðnings og skipulagningar. Rússar hafa sótt nokkuð fram í suðausturhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Rybar, ein vinsælasta herbloggarasíða Rússlands, kvartaði yfir því hve langan tíma hefði tekið að reka Anashkin. Ljóst hefði verið fyrir tveimur mánuðum að það væri nauðsynlegt. Rússneski útlagamiðilinn Meduza hefur eftir bloggurum, sem hafa oft góða heimildarmenn í rússneska hernum, að Anashkin hafi verið sakaður um að lýsa því yfir að hann hefði hernumið bæi sem hann hefði ekki tekið í rauninni. Þá hefði hann misst gífurlegan fjölda hermanna við að ná þeim bæjum sem hann hefði raunverulega náð. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki staðfest brottrekstur Anashkin en einn rússneskur miðill, sem þykir hliðhollur Kreml, hefur eftir heimildarmanni sínum í ráðuneytinu að lengi hafi staðið til að skipta um herforingja á svæðinu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Anashkin tók við stjórn svo kallaðs „suður hernaðarhéraðs Rússlands“ fyrr á þessu ári. Það er eitt fimm hernaðarhéraða Rússlands og spannar þrettán sambandsríki milli Svartahafs og Kaspíahafs. Nánar tiltekið er Anashkin sagður hafa verið rekinn vegna slæms gengis rússneskra hermanna nærri bænum Siversk, þar sem Rússum hefur orðið lítið ágengt á undanförnum mánuðum. Í frétt Reuters er haft eftir rússneskum herbloggurum að þeir hafi lengi kvartað yfir því að hermenn hafi verið sendir gegn vörnum Úkraínumanna við Siversk án stuðnings og skipulagningar. Rússar hafa sótt nokkuð fram í suðausturhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Rybar, ein vinsælasta herbloggarasíða Rússlands, kvartaði yfir því hve langan tíma hefði tekið að reka Anashkin. Ljóst hefði verið fyrir tveimur mánuðum að það væri nauðsynlegt. Rússneski útlagamiðilinn Meduza hefur eftir bloggurum, sem hafa oft góða heimildarmenn í rússneska hernum, að Anashkin hafi verið sakaður um að lýsa því yfir að hann hefði hernumið bæi sem hann hefði ekki tekið í rauninni. Þá hefði hann misst gífurlegan fjölda hermanna við að ná þeim bæjum sem hann hefði raunverulega náð. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki staðfest brottrekstur Anashkin en einn rússneskur miðill, sem þykir hliðhollur Kreml, hefur eftir heimildarmanni sínum í ráðuneytinu að lengi hafi staðið til að skipta um herforingja á svæðinu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31
Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22