Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2024 19:22 Rússar gerðu öflugustu árásir sínar á Úkraínu í fyrrinótt þegar þeir skutu samanlagt rúmlega tvö hundruð eldflaugum og drónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13