Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2024 19:22 Rússar gerðu öflugustu árásir sínar á Úkraínu í fyrrinótt þegar þeir skutu samanlagt rúmlega tvö hundruð eldflaugum og drónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13