Scholz ver símtal sitt við Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Scholz í opinberri heimsókn í Moskvu í febrúar árið 2022, rétt rúmri viku áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Vísir/EPA Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12
Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19