Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Geovany Quenda er búinn að vinna sig inn í portúgalska landsliðshópinn, aðeins 17 ára gamall, eftir að hafa spilað vel með Sporting Lissabon í haust. Getty/Gualter Fatia Hinn 17 ára gamli Geovany Quenda gæti átt eftir að fylgja á eftir stjóranum Rúben Amorim frá Sporting Lissabon til Manchester United, næsta sumar. Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira