Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:16 Musk er sagður einn helsti ráðgjafi Trump um þessar mundir en síðarnefndi hefur verið iðinn við tilnefningar í embætti síðustu daga. AP/Alex Brandon Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira